Breyting á aðalskipulagi auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júní breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Í breytingunni felst að heimila efnistöku fyrir allt að 2.000 m³ í Suðurfjörum, skammt vestan Hornafjarðar í landi Borgar (L160078). Efnistakan verður heimiluð til rannsóknar á svæði/svæðum sem samanlagt verða undir 25.000 m². Efnið verður harpað á staðnum og flutt út til frekari rannsókna.

Umsagnir og athugasemdir bárust frá Landgræðslu Ríkisins, HAUST, Vegagerðinni og Ómari Antonsyni brugðist hefur verið við athugasemdum.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins. Greinargerðina má skoða hér .

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir