Deiliskipulag Hálsaskers, Svínafelli 2 - Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 deiliskipulag Hálsaskers, Svínafelli 2 í Öræfum.

Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst frá 19. nóvember 2021 til 3. janúar 2022 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áætlað er m.a. að endurbyggja gamla Hnappavallabæinn og lögð er áhersla á að skapa á lóðinni bæjarhlað og húsaþyrpingu eftir ríkjandi hefðum.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu og bætt við umfjöllun um birkiskóg, fornleifar og flóðahættu.

Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og min taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar