Þétting byggðar Innbæ - Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að gera breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og nýtt deiliskipulag vegna þéttingu byggðar í Innbæ á Höfn.

Markmið með breytingunni er að þétta byggð í Innbæ, hún skal vera í samræmi við núverandi byggð hvað varðar tegundir, stærðir, þéttleika og ásýnd byggðar. Með þéttingu byggðar skal tryggja gönguleiðir að opnum svæðum. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi.

Tillögurnar voru í kynningu frá 19. desember 2019 til mánudagsins 3. febrúar 2020. Auglýsing um tillögu að aðalskipulagsbreytingu og nýju deiliskipulagi var birt í Eystrahorni, Lögbirtingu og heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ skipulag í kynningu. Frestur til að skila inn athugsemdum var til 3. febrúar 2020.

Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, HAUST, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Golfklúbbi Hornafjarðar og undirskriftarlisti frá íbúum. Fundir voru haldnir með forsvarsmönnum undirskriftarlistans og haldinn var íbúafundur um málið þann 5. mars sl. Gerðar voru breytingar á deiliskipulagstillögunni eftir samráð við íbúa.

Í ljósi umsagna og athugasemda sem bárust við skipulagið voru gerðar breytingar á skipulagstillögunni frá auglýsingu. Ein lóð var tekin út úr tillögunni og tveimur var hliðrað til. Við þverun á göngustíg var akbraut þrengd. Skilmálum hefur verið breytt m.t.t. grundunar húsa og aðgerða á framkvæmdatíma.

Samantekt umsagna og athugasemda

Aðalskipulag

Deiliskipulag greinargerð

Deiliskipulag uppdrátur

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri