Þétting byggðar Innbæ - Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. maí 2021 nýtt deiliskipulag vegna þéttingu byggðar í Innbæ á Höfn.

Markmið með breytingunni er að þétta byggð í Innbæ, hún skal vera í samræmi við núverandi byggð hvað varðar tegundir, stærðir, þéttleika og ásýnd byggðar. Með þéttingu byggðar skal tryggja gönguleiðir að opnum svæðum. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi.

Tillagan var endurauglýst þar sem hún birtist í B deild stjórnartíðinda meira en ári eftir að athugasemdarfresti lauk og var hún í kynningu frá 18. mars 30. apríl 2021. Auglýsing um tillögu að nýju deiliskipulagi var birt í Eystrahorni, Lögbirtingu og heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/ skipulag í kynningu. Frestur til að skila inn athugsemdum var til 30. apríl 2021.

Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, HAUST, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Golfklúbbi Hornafjarðar, íbúum og undirskriftarlisti frá íbúum. Fundir voru haldnir með forsvarsmönnum undirskriftarlistans og haldinn var íbúafundur um málið þann 5. mars sl. 2020. Gerðar voru breytingar á deiliskipulagstillögunni eftir samráð við íbúa.

Í ljósi umsagna og athugasemda þegar tillagan var auglýst í fyrra skiptið voru gerðar breytingar á skipulagstillögunni frá auglýsingu. Ein lóð var tekin út úr tillögunni og tveimur var hliðrað til. Við þverun á göngustíg var akbraut þrengd. Skilmálum hefur verið breytt m.t.t. grundunar húsa og aðgerða á framkvæmdatíma.

Greinagerð - deiliskipulag uppdráttur þétting byggðar

Umsagnir og svör