Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1127

Haldinn í ráðhúsi,
30.04.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
11. 202404110 - Til umsagnar 930.mál - lagareldi
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar 930. mál - Lagareldi. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. maí nk.

Lagt fram.
Almenn mál
1. 202404087 - Humarhátíð 2024
Humarhátíðin verður haldin hátíðleg 28.-30. júní í ár og unnið er að skipulagningu hátíðarinnar.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta haft samband við hátíðarstjórn með tölvupósti á netfangið: humarhatidarnefnd@gmail.com

Atvinnu- og menningarmálanefnd vísar drögum að samningi við humarhátíðarstjórn til bæjarráðs til samþykkis.


Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða með áorðnum breytingum.
Humar samningur 2024.pdf
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
2. 202404109 - Samráðsfundur um landsbyggðarstrætó
Upplýsingar um fyrirhugaðan fund Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins um endurskoðun á leiðarkerfi landsbyggðarstrætó lagðar fram.

Bæjarráð fagnar því að Vegagerðin boði til þessa fundar og leggur áherslu á að hægt verði að nýta almenningssamgöngur á milli staða innan sveitarfélagsins en ekki aðeins á milli landshluta.
Umhverfis- og skipulagsstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs mæta á fundinn.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
3. 202404105 - IceNAP - Umsókn um styrk í LIFE áætlun ESB
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leiðir nú styrkumsókn til Evrópusambandsins um innleiðingu fyrstu aðlögunaráætlunar Íslands vegna loftslagsbreytinga. Kveðið er á um slíka áætlun í lögum um loftslagsmál og er hún þegar í mótun innan ráðuneytisins. Stefnt er að innleiðingu árin 2025 til 2029. Þátttaka felur í sér tækifæri til að móta og framkvæma aðgerðir sem falla undir aðlögun að loftslagsbreytingum og hefðu heimillisfesti undir aðlögunaráætlun. Styrkurinn byggir á raunkostnaði og er 60% af heildarkostnaði við verkefnið. Mótframlag er því 40% en getur verið í formi vinnuframlags.


Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsstjóra að leggja fram greiningu á þeim verkefnum sem sveitarfélagið gæti tekið þátt í.

Samþykkt samhljóða.
Einblöðungur.pdf
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
4. 202002027 - Umsókn um lóð Ósland lóð K (Sandeyri 10)
Góð framkvæmd ehf. óskar eftir framlengingu á lóðarúthlutun og upphafi framkvæmda á lóðum J og K í Útbæ, þar sem umhverfis- og skipualgsnefnd ákvað þann 8. apríl sl. að leggja til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á lóðunum og gera má ráð fyrir að samþykkt deiliskipulag liggi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi í júní.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita Góðri framkvæmd ehf. frest til 23. júlí 2024 til að leggja fram byggingarleyfisumsókn.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
5. 202404111 - Forsetakosningar 2024
Velja þarf þrjá aðila á hvern kjörstað í sveitarfélaginu auk jafnmargra varamanna.

Bæjarráð felur yfirkjörstjórn sveitarfélagsins að manna kjörstaði.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Vignir Júlíusson, formaður kjörstjórnar
6. 202401128 - Skipurit 2024
Óskað var eftir að upplýst yrði um ráðningarferli fjármálastjóra sveitarfélagsins.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

"Samkvæmt 51.gr í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar um ráðningu í æðstu stjórnunarstöður, ræður bæjarstjórn lykilstjórnendur hjá sveitarfélaginu. Mikilvægt er að ráðning æðstu stjórnenda sé skýr og rekjanleg þannig að nafn þess sem ráðinn er komi fram í bókun bæjarstjórnar.
Í ljósi þess gerir undirrituð athugasemd við að ráðning lykilstjórnenda s.s. fjármálastjóra sem heyrir beint undir bæjarstjóra samkvæmt breytingu á skipuriti frá 17. okt sl, sé ekki tekin fyrir sem sérliður í bæjarstjórn eða a.m.k bókað með skýrum hætti með nafni viðkomandi undir þeim lið sem breytingin á við."

Eyrún Fríða Árnadóttir og Hjördís Edda Olgeirsdóttir vísa í meðfylgjandi minnisblað og ítreka að ráðningarferli fjármálastjóra sé í fullu samræmi við samþykktir sveitarfélagsins og sveitarstjórnarlög.
Upplýsingar um ráðningu fjármálastjóra.pdf
7. 202108114 - Umsókn um lóð - Borgartún 3 og 5
Verk-og tímaáætlun frá lóðarhafa hefur borist.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða verk- og tímaáætlun.
8. 201910048 - Sala á eignum sveitarfélagsins
Yfirlýsingar vegna kvaða tengdum félagslegum kaupleiguíbúðum eru á íbúðum að Sandbakkavegi 2 og 4.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að láta aflýsa yfirlýsingum um kvaðir, dags. 16.01.1992 og dags. 24.10.1991. af fasteignunum að Sandbakkavegi 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.
Yfirlýsing um félagslegar kaupleiguíbúðir.pdf
Yfirlýsing um félagslegar kaupleiguíbúðir.pdf
9. 202404112 - Aukaaðalfundur SASS 2024
Lagðar eru fram upplýsingar um aukaaðalfund SASS 2024 sem haldinn verður í Akóges salnum í Vestmannaeyjum föstudaginn 7. júní nk.

Óskað er eftir að sveitarfélögin tilkynni þátttöku fulltrúa sinna með því að fylla út rafrænt skráningarform fyrir 30. maí nk.


Lagt fram.
10. 202202048 - Úrskurður - Kæra vegna gatnagerðagjalda Hagaleiru 11
Samkvæmt 33.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar skulu mál sem eru endurupptekin af bæjarráði lögð fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Á fundi bæjarráðs þann 9. apríl sl. hafnaði bæjarráð að nýju niðurfellingu gatnagerðargjalda lóðarinnar að Hagaleiru 11.

Bæjarráð vísar ákvörðun sinni frá 9. apríl sl. um að hafna niðurfellingu gatnagerðargjalda lóðarinnar að Hagaleiru 11 til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
15. 202309012 - Yfirtaka og uppbygging eigna - Félagslegt leiguhúsnæði
Uppfærð viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum í Sveitarfélaginu Hornafirði lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
12. 2404016F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 78
Lagt fram.

 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
13. 2404020F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 63
Lagt fram.

 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
14. 202401088 - Fundargerðir Nýheima þekkingarseturs 2024
Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta