Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 91

Haldinn í ráðhúsi,
18.12.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Bartek Andresson Kass , Xiaoling Yo .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202412043 - Byggingarleyfisumsókn - Vesturbraut 2 - breyting á notkun
Ránarslóð ehf sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og notkun á hluta húsnæðis við Vesturbraut 2. Fyrirhugað er að innrétta 3 íbúðir til útleigu. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði, en samkvæmt aðalskipulagi er lóð inn á svæði VÞ3, en um það segir í aðalskipulagi: Hafnarbraut / Vesturbraut. Gistihús, eldsneytissala og tilheyrandi þjónusta, verslun. Allt að 40 gistirými. 2,6 ha

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og telur að ekki sé þörf á skipulagsmeðferð.
L001 Afstoðumynd og byggingarlýsing_signed_Combine.pdf
2. 202412027 - Landeignaskrá Smyrlabjargarvirkjun 3 - stofnun lóðar
Óskað er eftir staðfestingu á nýja merkjalýsingu fyrir Smyrlabjörg sem gerir ráð fyrir stofnun nýrrar 150 fm lóðar - Smyrlabjargarvirkjun 3. Um er að ræða lóð fyrir spennivirki RARIK.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeignar. Nefndin telur að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Smyrla. merkjalýsing undirritað 000.pdf
3. 202412080 - Landeignaskrá: Kálfafell 1 - stofnun landeignar
Bjarni Steinþórsson og Aðalbjörg Bjarnadóttir óska eftir staðfestingu á stofnun nýrrar lóðar utan um íbúðarhús við Kálfafell 1.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu. Nefndin telur að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Merkjalýsing_Kálfafell_undirritað.pdf
4. 202411097 - Landeignaskrá Skaftafell 3 - uppskipting 4 landeigna
Stefán Benediktson óskar eftir skiptingu landeignar úr jörð Skaftafell III.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landeigna. Nefndin telur að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga. Umsækjanda er bent á að uppbygging og framkvæmdir hafa ekki verið heimilaðar á svæðinu umfram það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Skaftafell_lóð-Skipting6.pdf
5. 202411056 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036
Hugmyndavinnustofa um framtíðarskipan úrgangsmála verður haldin 13. janúar 2025, og við viljum bjóða þátttakendum með ólík sjónarhorn að taka þátt. Óskað er eftir tillögum frá nefndinni um hverjum á að bjóða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur fólk og fulltrúa fyrirtækja til að mæta á fundinn og taka þátt í mótun stefnu um úrgangsstjórnun í sveitarfélaginu.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - Stefnumótunarpunktar.pdf
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - samantekt.pdf
Boð á hugmyndavinnustofu.pdf
6. 202411055 - Hundahald og kattahald í sveitarfélaginu
Lögð er fram niðurstaða könnunar um gæludýraeign en 65 svör bárust.

Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar góðri þáttöku gæludýraeigenda í könnuninni og frábærum hugmyndum sem komu fram. Nokkrar hugmyndir eru í frekari skoðun. Starfsmönnum falið að setja upp afgirt hundagerði á leiðinni inn að Syðri - Ægissíðu. Skoðuð verði dreyfing á ruslabiðum.
Könnun um gæludýraþjónustu í samfélaginu_Niðurstöður.pdf
7. 202412009 - Svínafellsheiði - útgáfa hættumats
Veðurstofan hefur tilkynnt að hættumat vegna Svínafellsheiðar verði gefið út í byrjun febrúar 2025. Samþykkt hefur verið að kynna hættumatið fyrir íbúum á íbúafundi í Öræfum.

Lagt fram til kynningar.
8. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Lagðir eru fram kaflar úr vinnslutillögu aðalskipulags til yfirlestrar.

9. 202412060 - Hoffell - Breyting á aðalskipulagi
Tekin fyrir beiðni um umsókn um heimild til þess að breyta aðalskipulagi og vinna nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Hoffell í Nesjum. Með skipulagsáætlununum verður mörkuð stefna um uppbyggingu ferðaþjónustu í Hoffelli. Stefnt að uppbyggingu gestastofu með sýningu um jökla og sögu héraðsins, baðlóna og fjölbreyttrar gistingar.
Lögð er fram skipulags- og matslýsing.


Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að bætt verði inn umfjöllun um áhrif á innviði. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helga Árnadóttir leggur fram sérbókun:
Taka þarf til sérstakrar skoðunar hvort uppbygging afmarkaðrar ferðaþjónustu framan við og inn í jökulgarða Hoffellsjökuls og samliggjandi mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs, samræmist verndarmarkmiðum og tilgangi þjóðgarðsins. Vatnajökulsþjóðgarður er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna yfir náttúrusvæði sem þykja svo einstök og fágæt að það skiptir alla heimsbyggðina máli að viðhalda sérstökum gæðum þeirra, nú og til framtíðar. Í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins eru jaðrar skriðjökla tilteknir sem dreifð verndarsvæði þar sem finna má margvíslegar jökulminjar eins og jökulgarða. Uppbygging sem þessi má ekki valda óafturkræfu raski á jarðminjum og hafa bein áhrif á náttúrulegt landslag. Ábyrgð sveitarfélagsins í skipulagsmálum á jaðarsvæðum þjóðgarðsins er því mikil m.t.t. náttúruverndar og alþjóðlegra skuldbindinga.
Svæðið í kringum Hoffellsjökul er einnig mikil náttúru- og útivistarperla sem íbúar og gestir á nærsvæðum hafa notið undanfarin ár. Afmörkuð uppbygging til ferðaþjónustu, til ákveðinna hópa gesta, gjörbreytir ásýnd og möguleikum til ósnortinnar náttúruupplifunar á svæðinu. Það verður að horfa til þess við ákvörðun á breyttu skipulagi. Í skipulagslýsingu er lögð áhersla á vandaða hönnun og uppbyggingu með sjálfbærni hugsun að leiðarljósi. Sjálfbærasta leiðin er samt engu að síður sú að leyfa náttúru að þróast eftir sínum ferlum.
Í skipulagslýsingu eru engir aðrir valkostir fyrir staðsetningu baðlóns tilteknir en við jökulgarðinn. Það er brýnt að fleiri valkostir séu tilgreindir þar sem horft er til þess að sem minnst rask verði á margvíslegum jökulminjum og jökulgörðum við jaðar skriðjökulsins.
HOFFELL 108999-LYS-001-V01-12.12.24.pdf
10. 202412086 - Flugvallasvæði í landi Skaftafells 2 og Freysness - Breyting á deiliskipulagi
Tekin fyrir beiðni frá Önnu Maríu Ragnarsdóttur um heimild til breytingar á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið í landi Skaftafells 2 / Freysness frá 2016. Gert er ráð fyrir nýrri lóð fyrir þjónustubyggingu ásamt fjölorkustöð. Skv. gildandi aðalskipulagi er svæðið á landbúnaðarlandi. Í kafla 7.1.1. segir: Ferðaþjónusta svo sem gisting og greiðasala, innan tiltekinna stærðarmarka meðfram búskap, skal teljast sem hluti landbúnaðar þar sem er föst búseta. [...] Þar sem umfangsmeiri starfsemi er áformuð, skal skilgreina landnotkun sem verslunar- og þjónustusvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur áformin ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram breytingu á gildandi aðalskipulagi og breytingu deiliskipulags flugvallarsvæðisins og skoða þurfi mögulegar mótvægisaðgerðir vegna hættumats.
Freysnes Skaftafelli - kynning 12.12.2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta