• Yxnln6x4

Breytt staðsetning málþings föstudaginn 30. ágúst

Hringnum lokað – málþing og hátíðardagskrá við Skeiðarárbrú í tilefni 50 ára afmælis Hringvegarins

29.8.2024

Föstudaginn 30. ágúst munu Vegagerðin og Sveitarfélagið Hornafjörður efna til málþings og hátíðardaskrár í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá opnun Hringvegarins með vígslu Skeiðarárbrúar

Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram í félagsheimilinu Hofgörðum að Hofi í Öræfum klukkan 13:00 til 15:00 en gestum málþingsins verður boðið upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Síðan tekur við hátíðardagskrá við vesturenda Skeiðarárbrúar klukkan 15:30. Vegna mikils áhuga á málþinginu þarf að færa það í stærra húsnæði en upphaflega stóð til að halda það í Freysnesi.

Dagskrá málþings:

- Minningar af Skeiðarársandi. Rögnvaldur Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.

- Verkfræðilegt þrekvirki. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Vegagerðin

- Fellum ei niður þróttinn sterka. Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, leiðsögumaður og fjallamennskukennari, frá Svínafelli.

- Faðir minn, Sandurinn. Hallgrímur Helgason, rithöfundur.

Fundarstjóri: Borgþór Arngrímsson.

Því miður fellur erindi Þórodds Bjarnasonar um samgöngubætur og byggðaþróun niður af óhjákvæmilegum ástæðum.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öll velkomin en skráning fer fram hér: https://forms.office.com/e/W3BuJcrZnH

Hátíðardagskrá við Skeiðarárbrú

Líkt og við vígslu brúarinnar árið 1974 verður ýmislegt gert til skemmtunar. Flutt verða stutt ávörp, Öræfingakórinn syngur, lúðrasveit Hornafjarðar spilar og klifurfélag Öræfinga sýnir listir sínar í brúnni.

Listakonurnar Eva Bjarnadóttir og Hanna Dís Whitehead skreyta brúna með litríkum veifum í tilefni dagsins. 50 veifur, ein fyrir hvert ár.

Boðið verður upp á léttar veitingar á hátíðinni. Verið öll velkomin.

Fjölmiðlar eru sérstaklega velkomnir og endilega heyrið í okkur ef við getum eitthvað aðstoðað.

Nánari upplýsingar veita:

G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi s. 522-1006/865-3163

Sólveig Gísladóttir, samskiptadeild s. 522-1008/6954943