Úttektir

Flokkun úttektar- og eftirlitsaðila 

Úttektir á byggingarframkvæmdum skiptast í áfangaúttektir, stöðuúttektir, öryggisúttektir, og lokaúttektir. Almennt eru áfangaúttektir framkvæmdar af byggingarstjóra, nema annað hefur verið ákveðið sbr. 3.3.1.gr. og 3.mgr. 3.7.1.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Stöðuúttektir, öryggisúttektir, og lokaúttektir skulu vera framkvæmdar af byggingarfulltrúa eða starfsmönum embættis.

Í 3.3.1 gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012 er heimild fyrir bæjarstjórn, Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun eða byggingarfulltrúa að ákveða að skoðunarstofa annist áfanga-, öryggis-, og lokaúttektir. Slík skoðunarstofa skal hafa starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Hafi verið ákveðið að skoðunarstofa annist eftirlit skal eigandi mannvirkisins ráða skoðunarstofu til verksins og greiða kostnað við eftirlitið. Byggingarfulltrúa er í slíkum tilvikum einungis heimilt að taka gjald sem nemur kostnaði við þá þætti eftirlitsins sem hann annast.

Framkvæmd úttekta

Við framkvæmd úttekta skulu byggingarfulltrúi, byggingarstjóri, og skoðunarstofur starfa í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar, skoðunarlista og stoðrita Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Skoðunarhandbók er birt í viðauka við byggingarreglugerð nr. 112/2012, en skoðunarlistar og stoðrit er hægt að skoða á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Niðurstaða hverrar einstakrar skoðunar skal skráð í skoðunarskýrslu og afhenda í gagnasafn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Byggingarfulltrúi mæli með að úttektir fara fram í úttektarappinu Byggingargátt.

https://www.youtube.com/watch?v=w453B-kckvY

Öryggis- og lokaúttektir

Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim og byggingarfulltrúi hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt.

Heimild til öryggis- og lokaúttekta er veitt að uppfylltum skilyrðum sbr. 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Gátlisti heimildar til öryggisúttektar

Gátlisti heimildar til lokaúttektar.pdf

Þegar sótt er um heimild til úttektar skal byggingarstjóri afhenda viðeigandi yfirlýsingar og staðfestingar (sjá eyðublöð að neðar á þessarar síðu). Umsókn um öryggis- og lokaúttektir skal senda á netfang byggingarfulltrúa.

Útgáfa vottorða

Þegar öryggis- eða lokaúttekt hafa farið fram, gefur byggingarfulltrúi út viðeigandi vottorð. Séu gerðar athugasemdir við öryggis- eða lokaúttekt skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt sé úr og úttekt endurtekin. Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum byggingarfulltrúa er heimilt að samþykkja öryggisúttekt með athugasemdum.

Sé óskað eftir vottorði vegna byggingarstigs (t.d. fokheldisvottorð) skal sækja um það sérstaklega á netfang byggingarfulltrúa. Byggingarstjóri skal staðfesta í slíkum tilvikum að staða framkvæmda sé komin á viðeigandi byggingarstig sbr. ÍST 51.

Handbók mannvirkis

Áður en lokaúttekt mannvirkis fer fram ber byggingarstjóra að afhenda eiganda og leyfisveitanda til vörslu handbók mannvirkisins. Handbókin skal afhent á rafrænu formi svo og öll gögn sem henni kunna að fylgja. Við mjög einföld verk er heimilt að sleppa gerð handbókar mannvirkis.

Leiðbeiningar fyrir handbók mannvirkis og innihald hennar er hægt að skoða á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Eyðublöð

EYÐ-304 staðfesting rafvirkjameistara um verklok

EYÐ-305 Yfirlýsing rafvirkjameistara um brunaviðvörunarkerfi.pdf

EYÐ-306 Yfirlýsing pípulagningameistara um vatnsúðarkerfi.pdf

EYÐ-307 Yfirlýsing Vinnueftirlits Ríkisins vegna lyftu.pdf

EYÐ-308 Yfirlýsing pípulagningameistara vegna hitakerfis.pdf

EYÐ-309 Yfirlýsing vegna loftræsikerfis.pdf

EYÐ-310 Yfirlýsing um aðalskoðun leiksvæðis vegna öryggisúttektar.pdf

EYÐ-311 Yfirlýsing Vinnueftirlits ríkisins vegna gaslagna og annarra þrýstilagna.pdf

EYÐ-313 Lýsing á stöðu framkvæmda v. öryggisúttektar.pdf

EYÐ-314 Skráning yfir eigin úttektir byggingarstjóra.pdf

EYD-315-Yfirlysing-byggingarstjora-um-innra-eftirlit-vegna-lokauttektar