Brunvavarnir

Markmið brunavarnarátlunar sem er aðgengileg hér , er að  uppfylla skyldur vegna laga um brunavarnir nr. 75/2000, um að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Markmið brunavarnaáætlunar er því eins og segir í 1.mgr. 13. gr. sömu laga að, tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, tækjum búið og starfsfólk menntað og þjálfað, að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Jafnframt er eitt af meginmarkmiðunum með brunavanaáætlun að sveitarfélög skilgreini hvernig þau nái að uppfylla tilgreind þjónustustig.