Aðalskipulag Sveitarfélagsins 2012-2030
Nýtt aðalskipulag var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 3. apríl 2014 og staðfest af Skipulagstofnun 18. september sama ár.
Til að nálgast samþykkt deiliskipulög sveitarfélagsins sem hafa hlotið lögformlegt gildi, þarf að fara inn á skiplagsvefsjá Skipulagstofnunnar.
Í upphafi var starfshópur skipaður um verkefnið og vann grunnvinnu endurskoðunar aðalskipulagsins. Tvær bæjarstjórnir hafa komið að málinu og það kynnt í nefndarkerfi sveitarfélagsins. Boðað var til íbúafunda með það að markmiði að afla upplýsinga og öðlast skilning á sjónarmiðum, hugmyndum og væntingum íbúa um stöðu og framtíðarþróun sveitarfélagsins. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 04.11. 2010 að hefja endurskoðun á aðalskipulagi. Formleg vinna hófst í byrjun árs 2012 og var verkefninu stýrt af umhverfis-og skipulagsnefnd ásamt skipulagsráðgjöfum Glámu Kím og VSÓ.
Meginmarkmið og áherslur með endurskoðun aðalskipulagsins:
- Að efla byggð og landnotkun með áherslu á heilbrigði og öryggi þar sem efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir eru hafðar að leiðarljósi.
- Skynsamleg og hagkvæm nýting lands og landsgæða, að tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir spjöll og ofnýtingu.
- Að almannahagsmunir ráði för við opinberar ákvarðanir.
- Að stuðla að gegnsærri og opinni stjórnsýslu þar sem allir íbúar eigi kost á að koma skoðun sinni á framfæri.
- Faglegan undirbúning mannvirkjagerðar
Hér má nálgast aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem samþykkt var árið 2012 breytingar sem hafa verið gerðar á skipulagi frá þeim tíma má nálgast á skilpulagsvefsjá.