Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu í landi Svínafells og Viðborðssels

Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu E40 og E43 og að verkið skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000.

Til stendur að vinna grjót úr námu E40 í landi Svínafells og E43 í landi Viðborðssels yfirlitsmynd . Fyrirhugað er að taka allt að 20.000 m³ úr E43 og 15.000 m³ úr E40. Grjótið mun verða notað í varnargarða í Kolgrafardalsá sem skemmdust vegna vatnselgs árið 2017. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 18. júlí 2019.

Höfn í Hornafirði 18. júní 2019
F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson
Skipulagsstjóri