Heimavirkjun að Reynivöllum II
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 16. október 2018 að veita framkvæmdaleyfi vegna heimavirkjunar að Reynivöllum II.
Landeigandi áformar að reisa 120 kW vatnsaflsvirkjun í Heiðarlæk sem á upptök sín í Efri-Grænhjallabotni í landi Reynivalla. Sá kafli lækjarins sem taka á vatn úr rennur í um 170 m hæð yfir sjávarmáli. Stífla á lækinn með lítilli jarðvegsstíflu sem mun rúma um 1000 m³ af vatni. Frá miðlunartjörninni liggur svo þrýstipípa, um 500 metrar á lengd. Hún liggur niður fjallshlíðina og þar sem þess er kostur mun pípan vera grafin undir svörðinn. Pípan endar svo í um 20 m² stóru stöðvarhúsi sem mun standa vestan við Ranhól um 900 metrum vestur af bæjarstæðinu á Reynivöllum. Til að tryggja aðgengi að stíflu verður lagður vegslóði í framhaldi af vegslóða sem fyrir er á svæðinu.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins má lesa hér .
Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar uua.is.
Höfn í Hornafirði 29. apríl 2019
F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri