Framkvæmdaleyfi - Hringvegur um Hornafjörð
Auglýsing um endurútgáfu framkvæmdaleyfis og álit Skipulagsstofnunar
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 11. nóvember s.l. að endurútgefa framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna Hringvegar um Hornafjörð samkvæmt leið 3b. Um er að ræða 18 km langan veg, gatnamót, ásamt 4 brúm og 7 efnistökusvæðum. Í endurútgefnu leyfi er veitt heimild fyrir aukinni efnistöku í námu nr. E48 Hólmsá, nr. E44 Djúpá, nr. E34 Hornafjarðarfljót og nr. E35 Skógey. Leyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum vegarins, álits Skipulagsstofnunar, Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030, umsóknar Vegagerðarinnar og umsagna Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar sveitarfélagsins.
Upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins: Greinargerðmeð framkvæmdaleyfi vegna afgreiðslu bæjarstjórnar dags. nóvember 2016 , viðauki við greinargerð með framkvæmdarleyfi vegna afgreiðslubæjarstjórnar dags. nóvember 2021 , umsókn Vegagerðarinnar .
Gögn sem bæjarstjórn lagði fram við afgreiðslu framkvæmdaleyfis árið 2016 eiga enn við, þ.m.t. greinargerð með veitingu framkvæmdaleyfis og skilmálar fyrir framkvæmdaleyfi. Forsendur fyrir leyfisveitingu eru óbreyttar. Þau gögn má nálgast hér .
Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar uua.is.
Höfn í Hornafirði 23. nóvember 2021
F.h. bæjarstjórnar
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri