Umferðarstýring við Jökulsárlón
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 9. maí 2018 að veita framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna umferðarstýringar við brúnna yfir Jökulsárlón.
Vegagerðin áformar að fara í endurbætur á Hringvegi við Jökulsárlón til að bæta þar umferðaröryggi vegna mjög vaxandi umferðar þar um einbreiða brú með blindhæð.
Vegagerðin stefnir því á að setja upp umferðarstýringu með umferðarljósum við brúna. Vegna umferðastýringar þarf að breyta núverandi vegtengingum og hækka veginn á um 150 m kafla beggja megin brúar til að bæta vegsýn við brúna.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar undir vefslóðinni http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi/
Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar uua.is.
Höfn í Hornafirði 15. maí 2018.
F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri