Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi
Efnistaka á Suðurfjörum - Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, vegna nýs efnistökusvæðis á Suðurfjörum. Tillaga að breytingunni var auglýst frá 16. desember 2021 til 30. janúar 2022, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið með breytingunni er að heimila efnistöku, í landi Borgar skammt vestan Hornafjarðar, til rannsóknar á svæði/svæðum sem samanlagt verða undir 25.000 m². Hámark efnistöku er 2.000 m3. Efnið verður harpað á staðnum og flutt út til frekari rannsókna.
Ef rannsóknir á efninu koma vel út og fyrirhugað verður að fara í vinnslu efnis verður gerð önnur breyting á aðalskipulagi og metið hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Ein athugasemd barst en gaf hún ekki tilefni til breytinga á skipulagsgögnum. Umsagnir bárust og var gerð breyting á skipulagsgögnum og sett inn ákvæði vegna hugsanlegar minja á svæðinu, styrkingar aðkomuvegar og frágangi svæðisins.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og loka afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga og mun hún taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar