Auglýsing um deiliskipulag að Hálsaskeri Svínafell 2

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hálsasker Svínafelli 2 III skv. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010

Áætlað er að endurbyggja gamla Hnappavallabæinn á Byggingareit B1, í upprunalegri mynd. Lögð er áhersla á að skapa á lóðinni bæjarhlað og húsaþyrpingu eftir ríkjandi hefðum.

Deiliskipulagstillaga

Tillagan verður til sýnis frá og með 19. nóvember 2021 til 3. Janúar 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 3. janúar 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.


Brynja Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri