Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar 25. október 2022
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2022 neðangreindar skipulagsáætlanir.
Niðurstaða bæjarstjórnar er hér með auglýst í samræmi við skipulagslög.
Hagaleira ÍB1 - aðalskipulagsbreyting
Svæðið sem breytingum tekur er Hagaleira ÍB1 og tekur til leiðréttingar á heildarstærð svæðisins og eykur leyfilegan þéttleika íbúða úr 10 íb/ha í 11,5 íb/ha.
Breytingin er samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tjaldsvæði og íbúðarsvæði á Höfn og deiliskipulag Leira - deiliskipulagsbreyting
Helstu markmið breytinganna eru að hliðra til skipulagsmörkum beggja skipulaganna og að skilgreina nýja raðhúsalóð fyrir 6 íbúðir við Hagaleiru.
Athugasemdir og umsagnir bárust sem gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu. Á deiliskipulag tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis var bætt við afmörkun fornleifa.
Breytingin er samþykkt í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Reynivellir II VÞ45 - aðalskipulagsbreyting
Breytingin nær til reits VÞ45 á Reynivöllum II þar sem gistirýmum er fjölgað úr 100 í 150 og gestum fjölgar úr 200 í allt að 300.
Breytingin er samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Útbær - Höfn - deiliskipulagsbreyting
Í breytingunni felst m.a. að lóðir C, G, H, D, E og F eru sameinaðar í eina lóð, lóð C-F. Byggingarmagn eykst um 4.831 m2 og hámarkshæð hækkar úr 9,5 m í 12 m. Byggðin hækkar úr 2 hæðum í 3 hæðir og bundin byggingarlína við Óslandsveg fellur niður. Settir eru nýir sérskilmálar fyrir svæðið sem breytingum tekur.
Umsagnir og athugasemdir bárust en þær gáfu ekki tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu.
Breytingin er samþykkt í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsáætanirnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og munu taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um breytingarnar og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umverfis- og skipulagsstjóri