Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar 26. apríl 2023
Samþykkt var óveruleg breyting á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna íbúðarsvæði ÍB 12 við Holt á Mýrum.
Breytingin snýr að fjölgun íbúða á svæðinu úr 15-20 í 30 íbúðir.
Skipulagsbreytingin hefur verið send til Skipulagsstofnuanr til staðfestingar og munu taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um breytinguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsstjóri