Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar 8. febrúar 2023
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. febrúar breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að íbúðasvæðið ÍB9 er stækkað um 10 m til norðurs sem samsvarar 0,1 ha og íþróttasvæðið ÍÞ2 minnkar að sama skapi. Markmiðið með breytingunni er að hafa rýmri lóðir austast við Dalbraut.
Skipulagsbreytingin hefur verið send til Skipulagsstofnuanr til staðfestingar og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um breytinguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsstjóri