Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar 8. mars 2023
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. mars 2023 breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag í samræmi við 3. mgr. 41. gr. vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í landi Seljavalla 2 á Mýrum.
Skipulagssvæðið afmarkast af Ártúnsvegi í suðaustri, Suðurlandsvegi í suðvestri, heimreið að Dýhól í norðvestri og ræktunarlandi í norðaustri. Helstu markmið tillögunnar eru að styðja við frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Seljavöllum 2 og eru í skipulagsáætlununum lagðir fram skilmálar fyrir verslunar- og þjónustusvæði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel og 20 stakstæð hús til útleigu auk þjónustuhúsa.
Tillagan var auglýst frá 19. janúar til 2. mars 2023 í anddyri Ráðhúss og bárust umsagnir frá Vegagerðinni, RARIK, Minjastofnun Íslands auk einnar athugasemdar. Eftir auglýsingu voru gerðar breytingar á deiliskipulagsgögnum vegna minja á þá leið að heimilt er að leggja púkk ofaná veg sem skráður er sem minja. Aðrar breytingar voru ekki efnislegar en gögn voru leiðrétt varðandi vatnsveitu og meðhöndlun sorps.
Skipulagsáætlanirnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku áætlananna í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar