Deiliskipulag Breiðabólsstaðartorfu
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 13.01.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Breiðabólstaðsstaðartorfu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið með deiliskipulaginu er að móta ramma um byggð á
Breiðabólsstaðartorfu og staðsetja grunninnviði. Skilgreindar eru
byggingarheimildir til að þróa byggðina áfram og efla starfsemi á svæðinu. Gert
er ráð fyrir frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fasta íbúa og starfsfólk
sem býr í skemmri tíma á staðnum. Ennfremur gistirými í viðbyggingum við
gistihús sem þegar standa og nýjum smáhýsum. Heimiluð er endurnýjun eldri húsa
og bygging nýrra til notkunar í landbúnaði og til að þróa ferðaþjónustu á
staðnum.
Tillagan verður til sýnis frá og með 26. janúar til 9. mars 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn.
Uppdráttur Greinargerð Umhverfisskýrsla
Húsakönnun Breiðabólstarðartorfa
Húsakönnun Breiðabólsstaður Húsakönnun Gerði Húsakönnun Hali
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina til 9. mars 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Auglýsing þessi var áður birt 26. janúar en er endurbirt vegna rangs heitis deiliskipulagsins í fyrri auglýsingu. Athugasemdarfrestur breytist ekki.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar