Breyting á aðalskipulagi við Hnappavelli
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2012-2030 við Hnappavelli samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið með breytingunni er að breyta fjárhúsi og hlöðu í
húsnæði fyrir ferðaþjónustu m.a. veitingasölu, gistingu og tjaldsvæði.
Kynningarfundur var haldinn á Teams meating 13. janúar. Lóð verður skipt úr
jörðinni þar sem nú stendur fjárhús og hlaða. Nýtt heiti verður Hnappavellir 1
Mói, landnotkun verður breytt úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði
á 1.1 ha.
Tillagan verður til sýnis frá og með 16. ágúst 2021 til 27. september 2021 anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7 b 105 Reykjavík.
Aðalskipulagsbreyting uppdráttur og greinargerð
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögur til 27. september 2021. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar