Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku á Suðurfjörum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2012-2030 á Suðurfjörum samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið með breytingunni er að taka allt að 2000 m3 af efni af Suðurfjörum til rannsóknar á fýsileika fyrir efnistöku af svæðinu.
Tillagan verður til sýnis frá og með 16. desember 2021 til 30. janúar 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7 b 105 Reykjavík.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögur til 30. janúar 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar