Breyting á deiliskipulagi Bugðuleiru 9 og Álaleiru 11 á Höfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis á Leirum samkvæmt 43. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin heimilar byggingu raðhúsa á einni hæð í stað tveggja hæða fjölbýlishúsa við Bugðuleiru 9a-d og Álaleiru 11a-d. Breytt er bæði uppdrætti og greinargerð á B-reit skipulagsins. Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi og því er fallið frá kröfu um lýsingu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 16. desember nk. til 30. janúar 2022.

Breyting á deiliskipulagi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 30. janúar 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar