Breyting aðalskipulags, Heppuvegur 6 - Niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn samþykkti þann 14. desember 2023 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að heimilt er að vera með gistingu
fyrir ferðamenn í allt að 12% hússins að Heppuvegi 6 á Höfn.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar