Breyting aðalskipulags, Hvalvörðugilslækur - niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 12. september 2024 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni fellst að gert er ráð fyrir nýju 5 ha verslunar- og þjónustusvæði í landi Hofs í Öræfasveit, þar sem áður var skilgreint landbúnaðarsvæði. Heimiluð verður uppbygging á móttöku- og þjónustustöð fyrir ferðamenn þar sem haldið er út dagsferðum á áhugaverð svæði.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Veðurstofu Íslands en gáfu þær ekki tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar