Breyting aðalskipulags, Seljavellir 2A – Niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. febrúar 2024 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Breytingin felur í sér að gistirýmum á reit VÞ 10 er fjölgað úr 20 í 30.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Einnig er hægt að kynna sér málið í skipulagátt: www.skipulagsgatt.is, málsnúmer 279/2024.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar