Deiliskipulag að Brunnhól

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19. ágúst að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Brunnhól skv. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan var áður í kynningu frá 19. október til 1. desember 2017 og samþykkt í bæjarstjórn í mars 2018. Láðst hefur að auglýsa skipulagið í B- deild og því þarf að endurauglýsa skipulagstillöguna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til að deiliskipulagstillagan verði uppfært þar sem búið er að reisa byggingar á byggingareitum B1 og B2, sem er búið að gera og er nýr uppdráttur sendur Skipulagsstofnun. Lagnir fyrir varmadælu í jörð eru frágengnar og hreinsivirki fyrir frárennsli er frágengið.

Tillagan hefur áður verið auglýst og kynnt fyrir íbúum skv. 40. gr. skipulagslaga.

Tillagan verður til sýnis frá og með 22. september 2021 til 2. nóvemberber 2021 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 2. nóvember 2021. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.