Deiliskipulag Hjáleigu í Öræfum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. september 2023 að auglýsa deiliskipulag fyrir Hjáleigu í Öræfum í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helstu markmið tillögunnar eru að skilgreina byggingarreiti fyrir 6 íbúðarhús og setja skilmála fyrir þau.
Tillagan verður til sýnis frá 22. september til 3. nóvember í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og er hún einnig aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is .
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina á auglýsingatíma og skal þeim skilað í gegnum skipulagsgáttina .
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar