Deiliskipulag miðsvæðis Hafnar - niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 26. apríl 2023 deiliskipulag miðsvæðis Hafnar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið er um 9,3 ha að stærð og afmarkast af Hafnarbraut og Víkurbraut. Sparkvellir austan Víkurbrautar, milli Fálkaleiru og Bugðuleiru eru einnig innan skipulagssvæðisins. Innan svæðisins er að finna ýmiskonar þjónustu og starfsemi, s.s. íþróttasvæði og skóla. Íbúðasvæði innan götureitsins er utan deiliskipulagsins.
Með deiliskipulaginu er verið að skapa grundvöll til frekari uppbyggingar á skóla- og íþróttasvæði og mynda sterkari miðkjarna í bæjarfélaginu.
Athugasemd og umsagnir bárust sem gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu.
Helstu breytingar eftir auglýsingu eru:
- Upprunalegi hluti Hafnarskóla ekki teiknaður lengur sem víkjandi
- Byggingareitur á nýrri lóð Svalbarð 6b minnkar Lóð Hafnarbraut 38 minnkar og Víkurbraut 9 stækkar
- Byggingarreitur við Hafnarbraut 42 stækkar í austur
- Bílastæði við sundlaug minnkar í norður Veghelgunarsvæði Víkurbrautar teiknað inn á dsk. uppdrátt
Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsstjóri