Deiliskipulag nýs verlsunar- og þjónustusvæðis og nýs íbúðahverfis á Höfn
Hér eru til auglýsingar tvær tillögur að deiliskipulagi sem fela í sér heimildir til uppbyggingar á nýjum svæðum á Höfn.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi:
Nýtt verslunar- og þjónustusvæði.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi nýs verslunarsvæðis við aðkomu á Höfn. Megintilgangur með deiliskipulagsvinnunni er að móta nýtt svæði fyrir stærri verslanir og aðra rýmisfreka verslunar- og þjónustustarfsemi á Höfn til þess að koma til móts við þá þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár.
Gert ráð fyrir þremur lóðum undir verslunar og þjónustustarfsemi á skipulagssvæðinu. Í deiliskipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir og settir fram skilmálar um byggingar og uppbyggingu í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Lagður er grunnur að vönduðum frágangi byggðar og umhverfis innan skipulagssvæðisins.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 367/2024.
Hagahverfi.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Hagahverfis á Höfn.
Megintilgangur með deiliskipulagsvinnunni er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Sveitarfélags Hornafjarðar. Á svæðinu er gert ráð fyrir einbýli-, par- og raðhúsum ásamt fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara. Alls er gert ráð fyrir um 200 íbúðareiningum á svæðinu. Í deiliskipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir og settir fram skilmálar um húsagerðir og uppbyggingu í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Lagður er grunnur að vönduðum frágangi byggðar og umhverfis innan skipulagssvæðisins. Skipulaginu er ætlað að styrkja íbúðabyggð á Höfn, styðja við sjálfbæra þróun og auka framboð íbúða fyrir ólíka hópa.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 368/2024.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. maí 2024. Athugasemdum skal skilað í gegnum skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.