Deiliskipulag Reynivalla, Efribæjar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Reynivalla, Efribæjar, í Suðursveit í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið tekur til núverandi bæjartorfu og m.a. eru afmarkaðar
lóðir og byggingarreitir fyrir frístundahús, smáhýsi og skemmu fyrir búfé og
vinnuvélar. Gerð er grein fyrir fjölda gesta á svæðinu í nýjum og núverandi
húsum og á svæði fyrir stöðuhýsi.
Tillagan verður til sýnis frá og með 24. febrúar til 11. apríl 2022 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og hér deiliskipulagstillaga .
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina til 11. apríl 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar