Deiliskipulag þjónustusvæðis í Skaftafelli - Lýsing
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir lýsingu fyrir heildarendurskoðun á deiliskipulagi þjónustusvæðis í Skaftafelli samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skaftafell er einn af mest sóttu viðkomustöðum á landinu enda rómaður fyrir náttúrufegurð. Skaftafell er hins vegar undir töluverðu álagi og nálægt þolmörkum á helsta móttökusvæði og víða á gönguleiðum. Einnig er ljóst að fyrirliggjandi skipulag hentar ekki til uppbyggingar að óbreyttu m.a þar sem fyrirhuguð staðsetning þjónustuhúss mun skyggja á fjallasýn til austurs og norðausturs.
Vatnajökulsþjóðgarður
hefur áhuga á því að byggja upp í Skaftafelli af miklum metnaði og skipuleggja
aðstöðu af virðingu fyrir þeirri einstöku náttúru og menningarsögu sem þar er.
Mikilvægt er að styðja við þá upplifun sem þarna er og styrkja. Þróa þarf
móttökusvæði fyrir gesti í kringum gestastofu en einnig þarf að horfa til
Skaftafellssvæðisins í heild, Morsárdals, Bæjarstaðarskógar og upplandsins upp
af Skaftafellsheiði - útivistarmöguleikum og göngustígum. Skaftafell á að verða
einn af fyrirmyndar áfangastöðum á landinu.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 16. desember nk. til 16. janúar 2022.
Lýsing – deiliskipulag Skaftafell.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 16. janúar 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.
Brynja
Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis-
og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins
Hornafjarðar