Fiskhóll 11 - grenndarkynning deiliskipulagsbreytingar
Óskað hefur verið eftir breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis við Fiskhól frá árinu 2017. Sótt er um að fjölga íbúðum í Fiskhól 11 úr 4 í 6 og byggja við núverandi hús. Breytingin var grenndarkynnt frá 11. október með athugasemdarfresti til 8. nóvember 2023. Vegna breytinga á gögnum eftir grenndarkynninguna var bókað á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 20. desember 2023 að grenndarkynna á ný breytingu deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2021.
Breytingar frá grenndarkynntum gögnum: Lóð stækkar úr 1.921,4 í 2.028.9 m2. Byggingarreitur breytist. Bílastæði taka breytingum, þeim fækkar úr 13 í 10, eitt þeirra verður fyrir hreyfihamlaða. Hámarks byggingarmagn eykst um 20 m2.
Skipulagsgögn eru aðgengileg í skipulagsgátt
Tengill á breytingu deiliskipulags
Athugasemdum skal skilað í gegnum skipulagsgátt fyrir 21. janúar 2023.
Umhverfis- og skipulagsstjóri