Framkvæmdarleyfi vegna grjótnáms í námu við Breiðalón á Breiðamerkursandi
Bæjarstjórn hefur gefið út framkvæmdarleyfi til Vegagerðarinnar vegna grjótnáms úr námu E36 við Breiðamerkursand.
Sveitarstjórn samþykkti útgáfu framkvæmdarleyfisins á fundi 8. mars 2023 með fyrirvara um afstöðu Minjastofnunar Íslands. Umsögn Minjastofnunar barst 1. apríl og er framkvæmdarleyfið gefið út 4. apríl 2023.
Heimilað er að taka allt að 78.000 m3 af grjóti úr námunni.
Ákvörðun um matsskyldu lá fyrir 30. nóvember 2022 og má nálgast hér
Umhverfis- og skipulagsstjóri