Grenndarkynning

Grenndarkynning vegna óverulegar breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis Stafafellsfjöll í Lóni vegna framkvæmdar á lóð nr. 8

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 03.03.2022 að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundasvæðis Stafafellsfjöllum og grenndarkynna breytinguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingin nær til lóðar nr. 8 í Stafafellsfjöllum og er unnin í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála í máli nr. 176/2021. Breytingin fellur í sér breytingar á skilmálum í greinargerð deiliskipulagsins. 

Um er að ræða niðurfellingu viðmiðunarskilmála um mænisstefnu í 2.2. gr. sem segir að „miðað er við (...) að stefna aðalmænis fylgi sem mest meginstefnu í landinu og verði að jafnaði samsíða hlíðum“. Breytingin fellur einnig í sér niðurfellingu skilmála um stærð aukahúss í sömu grein sem segir að aukahús/gestahús getur ekki verið „stærra en helmingur af stærð aðalhúss“. Með fyrirhugaðri framkvæmd mun mænisstefna húss ekki fylgja sem mest meginstefnu í landinu, og stærð aukahúss verður stærra en helmingur af stærð aðalhúss.

Tillaga og greinargerð - einnig er hægt að nálgast þær í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27.

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við ofangreinda breytingu á deiliskipulagi til 19. apríl 2022. Athugasemdir skulu berast á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Virðingarfyllst

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri

Sveitarfélagsins Hornafjarðar