Grenndarkynning - byggingarheimild Miðtún 24
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 04.04.2022 að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild fyrir framkvæmdir á lóð Miðtún 24 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Einar Jóhann
Sigurðsson sótti um byggingarheimild til að byggja 59,2 m² bílskúr á lóð Miðtún
24 samkvæmt framlögðum teikningum. Ekki er til gildandi deiliskipulagi fyrir
svæði, en skv. aðalskipulagi er lóð á íbúðarsvæði ÍB9. Mál hefur þegar verið
tekið til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkti grenndarkynningu og byggingaráform
á 255. fundi þann 16.10.2018, en skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010
skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt, þar sem
byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar hafi ekki verið
gefið út innan eins árs frá afgreiðslu bæjarstjórnar.
Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við ofangreinda breytingu á deiliskipulagi til 27. maí 2022 Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar