Grenndarkynning - Fiskhóll 11
Össur Imsland óskar eftir breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis við Fiskhól frá árinu 2017. Sótt er um að fjölga íbúðum í Fiskhól 11 úr 4 í 6 og byggja við núverandi hús. Erindið var áður tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsnefnd þann 25. september 2023 þar sem óskað var eftir nánari gögnum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 09.10.2023 að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og grenndarkynna áformin samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Teikningar má nálgast hér og afstöðumyndir má nálgast hér, hér og hér.
Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við ofangreinda breytingu á deiliskipulagi til 8. nóvember 2023. Athugasemdir skulu berast á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar