Grenndarkynning fyrir Dalbraut 2a, 2b, 2c
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 28.11.2022 að grenndarkynna byggingaráform á lóðum Dalbraut 2a, 2b, 2c samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi var bókað:
Lóðarhafi lóða Dalbraut 2A til 2C leggur til frumhönnun af fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðunum. Umrætt svæði er á íbúðarsvæði ÍB9 skv. aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindi lóðarhöfum lóða Dalbraut 2, Dalbraut 4, Austurbraut 19, Austurbraut 20, Smárabraut 20 og Smárabraut 21, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Fyrirhugað er að reisa tveggja hæða fjölbýlishús með sex íbúðum á hverri lóð samkvæmt teikningum sem má sjá hér .
Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 31. desember 2022. Athugasemdir skulu berast til undirritaðrar eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og
skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar