Grenndarkynning - Hafnarbraut 16
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 20.06.2022 að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild fyrir framkvæmdir á lóð Hafnarbrautar 16 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skinney Þinganes óskar eftir að fá að vinna aðaluppdrætti fyrir Hafnarbraut 16 með þeim breytingum á útliti og umfangi hússins sem framlagðar teikningar sýna. Reiknað er með að eldri hluti hússins verði að stærstum hluta endurbyggður í núverandi mynd en viðbygging fái nýtt útlit. Innra fyrirkomulagi verði breytt talsvert. Innréttaðar verða 6 íbúðir. Reiknað er með að koma fyrir 6 bílastæðum á lóð. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag.
Teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum má nálgast hér og upplýsingar um skuggavarp og frágang má nálgast hér .
Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 5. september 2022. Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst
Brynja Dögg
Ingólfsdóttir
umhverfis- og
skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins
Hornafjarðar