Grenndarkynning Hafnarbraut 16

Þingey ehf hefur tilkynnt um breyttar áætlanir um uppbyggingu á Hafnarbraut 16. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindi sömu íbúum og hafa fengið kynningu á eldri tillögu, skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga. 

Þann 25.10.2022 samþykkti bæjarstjórn að veita megi leyfi til fyrirhugaðrar framkvæmdar á lóð Hafnarbraut 16 án deiliskipulagsgerðar. Nýlega fór fram ástandskoðun á húsi þar sem m.a. kom í ljós að plöturnar á milli gólfa eru einangraðir með sandi. Með tilliti til nútímakrafna um öryggi og gæði óskar lóðarhafi eftir að vinna nýjum aðaluppdrætti fyrir Hafnarbraut 16 með þeim breytingum á útliti og umfangi hússins sem framlagðar teikningar sýna. Gamla húsið verður endurbyggt í upprunalegu útliti að undanskildum gluggum og svölum sem er bætt á norðurhlið þess til að tryggja að gildandi brunavarnarreglur séu uppfylltar. Þakskegginu verður þó breytt úr steinsteypu í hefðbundna ál/stál rennu. Viðbyggingin er einfölduð og stækkuð. Sama breidd er á viðbyggingu og er í gamla húsinu. Niðurstaðan er bygging sem hefur 9 gæðaíbúðir af ýmsum stærðum, þar af 3 sem uppfylla kröfur um algilda hönnun. Á lóðinni verða 9 bílastæði, þar af 3 fyrir hreyfihamlaða. Hæðarmunur við aðliggjandi lóðir verður leystur með steyptum stöðveggjum.

Teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum má nálgast hér

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 23. maí 2023. Athugasemdir skulu berast til undirritaðri  á netfangið skipulag@hornafjordur.is 

Virðingarfyllst
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar