Grenndarkynning Sæbraut 4
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 28.08.2023 að grenndarkynna áform um stofnun lóðar og uppbyggingar á lóð Sæbraut 4 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Erindi dagsett 16. maí 2023 þar sem Eimskip óskar eftir 3500-4000 m2 lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins. Fyrirhuguð uppbygging fyrirtækisins á nýju svæði miðast við að auka þjónustu sína enn frekar og bregðast við auknum flutningum til og frá svæðinu. Húsnæðisþörf er áætluð um 500-600 m2 bygging með 3-4 m vegghæð.
Erindið var áður tekið fyrir fund þann 30. maí 2023.
Lóðaafmörkun má nálgast hér
Fasteignaeigendum í grennd gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 09. október 2023. Athugasemdir skulu berast til undirritaðrar á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar