Grenndarkynning vegna Björgunarmiðstöðvar

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 20.03.2023 að grenndarkynna byggingaráform á lóðinni samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Björgunarfélag Hornafjarðar sótti um byggingarheimild til að byggja björgunarmiðstöð á Álaleiru 6 samkvæmt framlögðum teikningum. Fyrirhuguð staðsetning er í samræmi við aðalskipulag þar sem svæðið er skilgreint sem athafnasvæði. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Teikningar má nálgast hér

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 23. maí 2023 Athugasemdir skulu berast til undirritaðri á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Virðingarfyllst

Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar