Grenndarkynning vegna byggingaráforma á lóð Álaleira 5

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 06.03.2023 að grenndarkynna byggingaráform á lóð Álaleira 5 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

 Bókað var eftirfarandi:

Breytingar á áður innsendum teikningum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar á lóð Álaleira 5 lagðar fram. Breytingar fela í sér eftirfarandi: lenging á húsi um u.þ.b. 3m, húsinu verður skipt upp í þrjú bil í stað tveggja áður, allt húsið verður á einni hæð, byggingarefni hafa breyst, gluggar og hurðir hafa verið færðar til á útliti hússins, húsið hefur hækkað um 0,74 m, húsið hefur snúist um 180°, t.a.m. snúa innkeyrsluhurðir og bílastæði nú í austur að Álaleiru, húsið hefur verið fært innan lóðarinnar og nær nú lengra út fyrir byggingarreit. Fyrri útgáfa á teikningum var grenndarkynnt árið 2021, engar athugasemdir bárust. Bæjarstjórn samþykkti á 287. fundi að heimilt verði að veita byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar á grundelli 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna nýja útgáfu af teikningum, þar sem þær fela í sér umtalsverðar breytingar á stærð og útlit hússins, sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga, sbr. einnig 4.mgr. 44.gr. sömu laga þar sem byggingarleyfi hafi ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu bæjarstjórnar.

Uppdrætti má nálgast hér og hér

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 05. maí 2023. Athugasemdir skulu berast til undirritaðri á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Virðingarfyllst,

Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar