Grenndarkynning vegna byggingaráforma á lóð Mánabraut 2
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 09.01.2023 að grenndarkynna byggingaráform á lóð Mánabraut 2 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Bókað var eftirfarandi:
Jakob Örn Guðlaugsson og Sædís Ösp Valdemarsdóttir sækja um byggingarheimild fyrir breytingar á húsi að Mánabraut 2 samkvæmt framlögðum teikningum. Um er að ræða stækkun á bílskúr, nýja tengibyggingu, stækkun á húsi, breytingar á þaki, breytingar á gluggum og hurðum, breytingar á innra skipulagi og nýja klæðningu bæði á þaki og veggjum. Lóð er inn á íbúðarsvæði ÍB9 samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins, en ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fyrirhuguð byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Aðal- og brunarvarnaruppdrátt má nálgast hér og byggingarlýsingu má nálgast hér.
Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 10. febrúar 2023. Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar