Grenndarkynning vegna Hraunhóls 1
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 04.04.2022 að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdir á lóð Hraunhóll 1 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Verkfærni ehf. sækir
um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hraunhóll 1. Um er að ræða u.þ.b. 280 fm
hús allt að 4,5 m að hæð samkvæmt framlögðum teikningum. Ekki er til gildandi
deiliskipulag fyrir svæðið. Lóð er staðsett á ÍB10 svæði skv. aðalskipulagi
sveitarfélagsins og er því framkvæmd í samræmi við aðalskipulag.
Teikningar, grunnmynd , húsið og lóð
Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við ofangreinda breytingu á deiliskipulagi til 27. maí 2022 Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Virðingarfyllst
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar