Grenndarkynning vegna lóðarmarka lóðar - Hagatún 16-18

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 09.01.2023 að grenndarkynna lóðarmörk lóðar Hagatún 16-18. 

Bókað var eftirfarandi:

Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir tillögu af lóðarblaði af Hagatúni 16. Starfsmönnum falið að kynna afmörkun lóðarinnar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Afmörkun lóðarinnar má nálgast hér.

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við afmörkun lóðar Hagatún 16-18 til 10. febrúar 2023. Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Virðingarfyllst,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar