Grenndarkynning - Vesturbraut 6, raðhús

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 12.12.2022 grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform á lóð Vesturbraut 6 í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Eftirfarandi var bókað:

Mikael ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir gistiheimili á lóð Vesturbraut 6. Um er að ræða um 460 fm steinsteypt eina hæða hús með 8 íbúðum. Mænishæð er allt að 4,29m frá gólfplötu og þakhalli 14°. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði, en um er að ræða verslunar- og þjónustu svæði VÞ3 samkvæmt aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir gistihús, eldsneytissölu og tilheyrandi þjónustu, verslun. Um er að ræða 2,6ha svæði fyrir allt að 40 gistirými.

Teikningar

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir til 13. janúar 2023 Athugasemdir skulu berast til undirritaðri eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Virðingarfyllst

Brynja Dögg Ingólfsdóttir
umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar