Hoffell 3 - grenndarkynning vegna byggingar geymsluhúsnæðis
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á fundi 6. desember 2023 að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild fyrir geymsluhúsnæði sem fyrirhugað er að reisa að Hoffelli 3 þar sem áður stóðu fjárhús. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið en skv. aðalskipulagi er um verslunar- og þjónustusvæði VÞ13 að ræða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina landeigendum í Hoffelli, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.
Grenndarkynnt áform má nálgast hér að neðan:
Fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir er einnig hægt að kynna sér á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og leita þar að máli nr. 980/2023.
Frestur til að gera athugasemdir rennur út 15. janúar 2024 og skal þeim skilað í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Frekari upplýsingar og aðstoð við að skila inn athugasemdum má óska eftir með tölvupósti á skipulag@hornafjordur.is eða í síma 412-6283.
Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar