Hoffell – skipulagslýsing

Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 og nýrra deiliskipulagsáætlana er nú í kynningu vegna fyrirhugaðarar uppbyggingar ferðaþjónustu í Hoffelli í Nesjum.

Með skipulagsáætlununum verður mörkuð stefna um uppbyggingu ferðaþjónustu í Hoffelli. Stefnt er að uppbyggingu gestastofu með sýningu um jökla og sögu héraðsins, baðlóna og fjölbreyttrar gistingar.

Skipulagslýsingin er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 43/2025 (aðalskipulagsmál) og nr. 49/2025 (deiliskipulagsmál).

Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum frá 14. febrúar 2025 og skal þeim skilað gegnum skipulagsgáttina.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar